Erna Solberg væri til í að vera kennari

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi í dag við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, í nýjum lið á Instagram-síðu sinni sem hún kallar 15 mínútur með framúrskarandi fólki.

Áslaug spurði Ernu Solberg meðal annars út í skoðun sína á þátttöku ungra í stjórnmálastarfi og hvernig Erna hafi byrjað í stjórnmálum.  

Erna kveðst ávallt haft áhuga á þróun samfélaga, sem hafi þróast út í áhuga á stjórnmálum en Erna var ung farin að taka þátt í sveitarstjórnarpólitík í Bergen.

Hún segir það tegund af „pólítískri veiki“ að bíða eftir enn annarri skýrslu áður en ákvarðanir eru teknar og segir að þeir allra virkustu í athugasemdum gleymi góðu uppeldi sínu þegar þeir setjast fyrir framan tölvuskjáinn.

Virkir í athugasemdum gleyma uppeldinu 

„Vandamálið við þá er að kommentakerfin verða sífellt harðari. Maður þarf að brynja sig áður en maður fer þangað inn og passa að taka það sem sagt er ekki of mikið inn á sig,“ útskýrði Erna. „Það er fullt af fólki sem virðist gleyma sínu góða uppeldi um leið og það sest fyrir framan tölvuskjáinn,“ sagði Erna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Skjáskot af Instagram

Þá sagði Erna samfélagsmiðla stóra breytingu frá því sem áður var en segir einnig ennþá mikilvægt að birta efni í hefðbundnum miðlum á svo sem á prenti og koma í útvarpsviðtöl. 

Vék sögunni að því hvað Erna væri að gera, væri hún ekki í stjórnmálum. Hún svaraði Áslaugu að hún hafi lengi haft áhuga á að kenna og að hún hafi lært hagfræði. Svo væri hún ekki í stjórnmálaum sæi hún fyrir sér kennslustarf eða hagfræðitengda vinnu.

Trúir á sína menn

Þá spáði hún sigri sinna manna í handboltaleiknum gegn Frakklandi í kvöld á HM. Íslenski dómsmálaráðherrann kvaddi með þeim orðum að þeir gætu hins vegar aldrei tekið Íslendingana.

mbl.is