Lántakar ekki upplýstir um kröfu MSN

Stúdentaráð Háskóla Íslands segir kröfu Menntasjóðs námsmanna um þinglýstan leigusamning …
Stúdentaráð Háskóla Íslands segir kröfu Menntasjóðs námsmanna um þinglýstan leigusamning vera til skoðunnar hjá sér. Ljósmynd/Styrmir Kári

Ekki er vitað hversu margir stúdentar horfa fram á að þurfa að endurgreiða Menntasjóði námsmanna húsaleigugreiðslur vegna haustannar 2019.

Nýjar úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna sem tóku gildi í haust krefja stúdenta sem fá húsnæðislán um sönnun á leigugreiðslum með framvísun á þinglýstum húsaleigusamningi eða staðfestingu á íbúðareign með vottorði frá Þjóðskrá (þinglýsingarvottorði).

Stúdentaráð Háskóla Íslands segir í tilkynningu sinni í gær að stúdentar með slík lán hafi ekki fengið viðunandi upplýsingar um gögn sem skila þyrfti. Hafi lántaki ekki skilað leigusamningi eða vottorði gæti hann þurft að endurgreiða lánið.

Lesa má yfirlýsingu SHÍ hér:

Alltaf þurft að sýna fram á greiðslur

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna, segir að ekki liggi fyrir á hversu marga stúdenta þetta muni hafa áhrif. 

Hún bendir jafnframt á að einungis sé um formbreytingu að ræða enda hafi húsnæðislántakar alltaf þurft að sýna fram á eðlilegar greiðslur. 

mbl.is