Minni áhrif á jólahald en búist var við

Sóttvarnareglur sem voru í gildi yfir jól og áramót höfðu …
Sóttvarnareglur sem voru í gildi yfir jól og áramót höfðu minni áhrif á jólahald landsmanna er þeir töldu fyrir fram að þær myndu gera. mbl.is/Árni Sæberg

Sóttvarnareglur sem voru í gildi yfir jól og áramót höfðu minni áhrif á jólahald landsmanna en þeir töldu fyrir fram að þær myndu gera. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Fyrir jól töldu nær þrír af hverjum fimm landsmönnum að sóttvarnareglur myndu hafa mikil áhrif á jólahald þeirra, en eftir á telja aðeins tæplega 46% að þær hafi haft mikil áhrif. Einn af hverjum fimm taldi fyrir fram að reglurnar hefðu lítil áhrif á jólahaldið, en eftir á telja 37% að þær hafi haft lítil áhrif.

Fólk sem hefur meiri menntun og hærri fjölskyldutekjur er líklegra til að telja að sóttvarnareglur hafi haft mikil áhrif á jólahald sitt. Þá telja íbúar höfuðborgarsvæðisins frekar en íbúar landsbyggðarinnar að sóttvarnareglur hafi haft áhrif á jólahald sitt.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins töldu frekar en íbúar landsbyggðarinnar að sóttvarnir hafi …
Íbúar höfuðborgarsvæðisins töldu frekar en íbúar landsbyggðarinnar að sóttvarnir hafi haft áhrif á jólahald sitt. mbl.is/Eggert

Í þjóðarpúlsinum segir að hátt í þrír af hverjum tíu segi að þótt það hefði ekki haft nein áhrif á smithættu eða útbreiðslu kórónuveirunnar hefðu þeir kosið að halda jólin samkvæmt þeim reglum sem voru í gildi frekar en að hitta fleira fólk um jólin. Þetta sé hærra hlutfall en þegar spurt var fyrir jól, þegar rúmlega tveir af hverjum tíu sögðust kjósa það.

Þeir sem hafa einungis grunnskólapróf eru mun líklegri en þeir sem hafa meiri menntun að baki til að hafa kosið að halda jólin samkvæmt þeim sóttvarnareglum sem voru í gildi, jafnvel þótt það hefði ekki haft nein áhrif á smithættu eða útbreiðslu faraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert