Ræða hækkun endurgreiðslna

Lilja Alfreðsdóttir nær.
Lilja Alfreðsdóttir nær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Kostir núverandi endurgreiðslukerfis eru margir, og það er minn vilji að endurgreiðsluhlutfallið verði hækkað, upp í 35%. Það eru einmitt núna kjöraðstæður til þess að styrkja enn betur við kvikmyndagerðina, og í því fælust stór tækifæri. Við gætum auðveldlega gert kvikmyndaiðnað að fjórðu útflutningsstoð Íslands, laðað hingað til lands fleiri ferðamenn og skapað miklar gjaldeyristekjur.“

Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag.

Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda hafa lagt fram hugmyndir þess efnis að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar verði tímabundið hækkuð til að laða stór erlend kvikmyndaverkefni hingað til lands. Viðræður hafa staðið yfir við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið síðustu mánuði, síðast á fundi í desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert