Vesturlandsvegur lokaður vegna slyss

mbl.is/Eggert

Vesturlandsvegur: Vegurinn er lokaður í Melasveit vegna umferðarslyss. Hægt er að komast um Geldingardraga milli Skorradals og Svínadals/Hvalfjarðar sem hjáleið samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Ekki hefur tekist að fá frekari upplýsingar um slysið hjá lögreglunni á Vesturlandi þar sem allir lögreglumenn á vakt eru á vettvangi slyssins. 

Uppfært kl. 13.38:

Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyssins og er hún komin aftur til baka til Reykjavíkur eftir að hafa farið á vettvang, að sögn Gæslunnar.

Löng bílaröð hefur myndast á vettvangi.
Löng bílaröð hefur myndast á vettvangi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is