Fjögur smit innanlands

Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Tveir greindust í einkennasýnatöku en hinir tveir í sóttkvíarskimun. Helmingur þeirra, það er tveir, voru í sóttkví við greiningu. Alls eru 106 í einangrun og 227 í sóttkví. Alls eru 1.279 í skimunarsóttkví.

Ekkert virkt smit greindist svo vitað sé við landamærin en einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar og annar reyndist vera með mótefni. Daginn áður reyndust átta með mótefni en einn greindist með Covid-19 í fyrri skimun og annar í þeirri seinni. 

Nýgengi innanlandssmita miðað við 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur er nú 12,8 en 21,8 á landamærunum.

Rúmlega 600 sýni voru tekin innanlands í gær og 147 á landamærunum. 

Smit eru í öllum landshlutum og eins er fólk í sóttkví um allt land. Flest smit eru á höfuðborgarsvæðinu eða 68 og þar er 181 í sóttkví. 19 börn eru með Covid-19 og 28 smit eru í aldurshópnum 18-29 ára og 24 í aldurshópnum 30-39 ára.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert