Guðmundur Felix ávarpar þjóðina

Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk grædda á sig handleggi í síðustu viku sendi frá sér ávarp rétt í þessu þar sem hann sést með nýju handleggina. Hann segir að án íslensku þjóðarinnar „hefði þetta ekki verið hægt.“

„Flest ykkar hafið heyrt eitthvað af sögunni minni og mörg ykkar þekki ég persónulega enda ekki stórt land og við erum mjög náin þjóð,“ segir Guðmundur. 

Hann fer þar yfir söguna, 23 árum eftir að hann missti báða handleggina í slysi fannst gjafi fyrir hann.

„Ég fékk loksins hendurnar sem ég er búinn að bíða eftir og mjög mörg ykkar hafa fylgst með mér bíða eftir í ansi mörg ár.“

Guðmundur segist vilja nota tækifærið til þess að sýna Íslendingum afraksturinn, viku eftir aðgerðina.

„Þetta lítur mjög vel út en það segir ekki alla söguna. Ég veit ekkert hvernig þessi aðgerð heppnaðist fyrr en eftir sirkabát þrjú ár því nú tekur við þriggja ára endurhæfing. Taugarnar mínar þurfa að vaxa út í handleggina og það er ekkert víst að ég geti notað þá til fulls. Þetta lítur samt strax betur út.“

Guðmundur segir að hann væri ekki kominn svo langt ef hann hefði ekki fengið þann stuðnings sem hann naut, bæði frá læknum og Íslendingum. 

Guðmundur Felix Grétarsson.
Guðmundur Felix Grétarsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert