Líklega af gjörgæslu í dag

Guðmundur Felix ásamt eiginkonu sinni Sylwiu Gretarsson Nowakowska sem hann …
Guðmundur Felix ásamt eiginkonu sinni Sylwiu Gretarsson Nowakowska sem hann kynntist úti í Lyon. mbl.is/Hari

Guðmund­ur Fel­ix Grét­ars­son verður væntanlega útskrifaður af gjörgæsludeild sjúkrahússins í dag en allt gengur vel eftir að hann fékk grædda á handleggi í Lyon í Frakklandi í síðustu viku.

Á Facebook segir Guðmundur Felix að aðeins minni háttar aukaverkanir hafi komið upp og framfarir góðar. Þar segir að vonandi geti Guðmundur Felix farið á fætur í fyrsta skipti í dag. Sjúkrahúsið mun birta yfirlýsingu um aðgerðina í dag og Guðmundur Felix hefur von um að geta rætt við íslenska fjölmiðla síðar í dag.

Guðmund­ur Fel­ix Grét­ars­son, raf­virki sem missti báða hand­leggi í slysi árið 1998, fór í tvö­falda hand­leggja­ágræðsluaðgerð 13. janúar.

Aðgerðin tók 14 klukku­stund­ir og sá eitt teymi lækna um hvort fyrir sig, ann­ars veg­ar ágræðsluna og hins veg­ar um að fjar­lægja hand­leggi af gjaf­an­um.

Guðmund­ur sett­ist að í Lyon árið 2013 þegar ljóst var að þar gæti hann mögu­lega fengið grædda á sig hand­leggi. Hann hafði komið sér í sam­band við pró­fess­or Jean-Michel Dubern­ard, sem fyrst­ur græddi hand­legg á mann árið 1998. Við tók löng bið eft­ir aðgerðinni.

mbl.is