200 tilkynningar um aukaverkanir

AFP

Lyfjastofnun Íslands hafa borist 200 tilkynningar um aukaverkanir af völdum bólusetningar við Covid-19. Af þeim eru 11 alvarlegar, þar af átta dauðsföll. Alls eru tilkynningarnar 135 talsins vegna bóluefnis Pfizer og af þeim eru 10 alvarlegar. 65 tilkynningar hafa borist vegna bóluefnis Moderna, þar af ein sem er metin alvarleg en þar var um bráðaofnæmi að ræða. 

Búið er að bólusetja 10.702 einstaklinga á Íslandi, þar af hafa 5.882 fengið báða skammta bóluefnisins. Af þeim 4.820 sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis hafa 1.259 fengið bóluefni Moderna. Enginn hefur fengið báða skammta þess bóluefnis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert