Umferð undir eftirliti þar til dimmir

Lögreglujeppi á brúnni.
Lögreglujeppi á brúnni. Ljósmynd/Lögreglan

Búið er að opna veginn við Jökulsá á Fjöllum og verður umferð undir eftirliti þar til dimmir (ca. kl. 18) en þá verður veginum lokað aftur í varúðarskyni.

Greint er frá þessu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Veginum var lokað síðdegis í gær vegna krapastíflu sem flæddi yfir veginn við brúna.

Engar skemmdir urðu á brúnni og ekki er vitað til þess að vegurinn sé skemmdur.

mbl.is