Til óþurftar og hrellir viðkvæma

Ylskotta.
Ylskotta. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Ylskottu hefur farið hægt fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu, en veldur þó sjaldnast skaða, er frekar til óþurftar með nærveru sinni og til að hrella viðkvæma.

Þetta segir m.a. í pistli Erlings Ólafssonar skordýrafræðings um ylskottu og frænku hennar silfurskottuna á Facebook-síðunni Heimur smádýranna.

„Flestir hafa heyrt getið um silfurskottuna, margir kynnst sambúðinni með henni og ekki glaðst yfir sérstaklega! Árið 1983 fannst hér ný tegund af hennar meiði í húsi í Reykjavík, Thermobia domestica, sem fékk þegar heitið ylskotta því hitakompur með vatnslagnagrindum eru kjörnar vistarverur hennar. Hún er sem sagt hitasækin og þolir betur þurrk en silfurskottan. Fljótlega kom í ljós að ylskottan var komin til að vera,“ skrifar Erling.

Ylskottu verður margt að næringu, svo sem sykru- og sterkjurík fæða, einnig prótínrík, svo og pappír, bókband og hvaðeina tilfallandi. Hún er áþekk silfurskottunni en öllu stærri og áberandi loðin þegar að er gætt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert