Tveir handteknir vegna skotárásanna

Skotið var á skrifstofur Samfylkingarinnar fyrir rúmri viku.
Skotið var á skrifstofur Samfylkingarinnar fyrir rúmri viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir karlmenn hafa nú verið handteknir vegna rannsóknar lögreglu á skotárásum á skrifstofur Samfylkingarinnar og á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta er fullyrt í frétt Vísis.

Annar hinna grunuðu var handtekinn um miðja viku og fundust skotvopn á heimili hans. Hinn var svo handtekinn í gær og er á fimmtugsaldri.

Vísir segir að farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir hinum síðarnefnda í dag.

mbl.is