Yfir 100 milljóna kr. tap af Herjólfi vegna faraldursins

Herjólfur á siglingu úr Vestmannaeyjahöfn.
Herjólfur á siglingu úr Vestmannaeyjahöfn.

Þótt nýr samningur Vegagerðarinnar við Vestmannaeyjabæ um áframhaldandi rekstur bæjarins á Herjólfi hafi í för með sér fjárhagslega áhættu fyrir bæjarfélagið er hugsanlegt að á samningstímanum verði hægt að vinna til baka hluta taps sem varð á nýliðnu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Líklegt er að tapið verði yfir 100 milljónir kr.

Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmanneyja, kveðst ánægður með nýjan samning um rekstur Herjólfs. Með honum sé búið að laga marga af þeim hnökrum sem voru á gamla samningnum. „Samninginn tel ég góðan til þess að tryggja áfram góða þjónustu á leiðinni milli lands og Eyja,“ segir Njáll.

Mikið tap varð á rekstri Herjólfs ohf. á árinu 2020. Njáll segir að nákvæm tala liggi ekki fyrir en tapið á síðasta ári verði örugglega ekki undir 100 milljónum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert