Gaf upp 260 þúsund í tekjur í stað 108 milljóna

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa á árunum 2015-2018 komið sér undan því að gera grein fyrir 108 milljón króna tekjum og þannig komist hjá því að greiða skatta upp á 44 milljónir. Málið var þingfest í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fram kemur í ákæru málsins að maðurinn hafi fengið greiðslurnar frá fjórum innlendum einkahlutfélögum sem hann átti að hluta eða öllu leyti og einu erlendu félagi. Um var að ræða 18,2 milljóna tekjur árið 2015, 24,7 milljónir árið 2016, 15,7 milljónir árið 2017 og 49,4 milljónir árið 2018. Gerði maðurinn aðeins grein fyrir 260 þúsund króna tekjum á tímabilinu.

Þá er hann jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt fjármunina, 44 milljónir í eigin þágu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert