Útivistafólk vari sig á grjóthruni

Útivistarfólk er hvatt til að fara varlega.
Útivistarfólk er hvatt til að fara varlega. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem útivistafólk á Reykjanesi er hvatt til þess að fara með gát vegna hættu á grjóthruni í kjölfar jarðskjálfta.

„Áríðandi ábending varðandi útivist í fjalllendi á höfuðborgarsvæðinu! Vegna grjóthruns í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi hvetjum við alla að gæta varúðar í fjalllendi á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni,“ segir í tilkynningunni.  

Útivistafólk á höfuðborgarsvæðinu er hvatt til þess að fara með …
Útivistafólk á höfuðborgarsvæðinu er hvatt til þess að fara með gát í fjalllendi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is