Bænastund fyrir John Snorra og félaga

Muhammad Ali Sa­dp­ara og John Snorri Sigurjónsson í hlíðum K2.
Muhammad Ali Sa­dp­ara og John Snorri Sigurjónsson í hlíðum K2. Ljósmynd/Facebook-síða Johns Snorra

Fjölskylda og vinir fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar ætla að halda bænastund fyrir hann og félaga hans Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn á sunnudagskvöld.  

Kveikt verður á kertum og beðið fyrir þeim, að því er kemur fram á facebooksíðu Johns Snorra.

Fólk er hvatt til að taka þátt í bænastundinni, annað hvort við Vífilsstaðavatn eða heima hjá sér.

„John á vini og fjölskyldu víða um heiminn og með þessum hætti getum við sameinast,“ segir á síðunni.

mbl.is