Dómar mildaðir í amfetamínsmáli

Málið komst í há­mæli í fe­brú­ar í fyrra þegar sex­menn­ing­arn­ir …
Málið komst í há­mæli í fe­brú­ar í fyrra þegar sex­menn­ing­arn­ir voru hand­tekn­ir á leið sinni úr Borg­ar­f­irði en þau voru hand­tek­in við Hval­fjarðargöng. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Dómar yfir sex manns vegna aðildar að framleiðslu amfetamíns í sumarbústað í Borgarnesi voru mildaðir í Landsrétti í dag. Fólkið, fimm karlar og ein kona, var dæmt í tveggja og hálfs árs til þriggja og hálfs árs fangelsi.

Jaroslava Dav­ids­son, ekkja Ásgeirs Davíðsson­ar sem jafn­an var kennd­ur við klúbb­inn Gold­fin­ger, var á meðal þeirra sem dæmd voru í mál­inu, en hún hlaut tveggja og hálfs árs dóm en hafði hlotið þriggja ára dóm í héraði.

Ann­ar maður var dæmd­ur í tveggja og hálfs árs fangelsi, úr þremur árum.

Einn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi, úr fjögurra ára dómi, og þrír í þriggja ára fangelsi, úr fjögurra ára dómi.

Málið komst í há­mæli í fe­brú­ar í fyrra þegar sex­menn­ing­arn­ir voru hand­tekn­ir á leið sinni úr Borg­ar­f­irði en þau voru hand­tek­in við Hval­fjarðargöng.

Fólkið fram­leiddi am­feta­mínið frá grunni og við hand­töku fund­ust tvö kíló af meðal­sterku am­feta­míni og eitt kíló af veiku am­feta­míni.

Auk þess að vera fund­in sek um fram­leiðslu efn­anna voru þrír pólsku mann­anna fundn­ir sek­ir um brot á lög­um um nátt­úru­vernd með því að hafa sturtað skaðleg­um efn­um sem tengd­ust fram­leiðslu am­feta­míns­ins í nátt­úr­una við bú­staðinn.

Niðurstaða Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert