Rannsókn lögreglu beinist að heilbrigðisráðuneytinu

Mikil eftirvænting ríkti við komu bóluefna frá Pfizer til landsins.
Mikil eftirvænting ríkti við komu bóluefna frá Pfizer til landsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heilbrigðisráðuneytið er til rannsóknar vegna meintra sóttvarnarbrota á bóluefnafundi í húsakynnum Distica í Garðabæ á milli jóla og nýárs. Helgast það af því að ráðuneytið boðaði til fjölmiðlafundar vegna komu fyrstu skammta bóluefna frá Pfizer/BioNtech til landsins. 

Þetta staðfestir Helgi Gunnarsson lögreglufulltrú hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Þá segir hann að enginn hafi enn verið kallaður til í skýrslutöku vegna málsins en hann á von á því að það verði gert í næstu viku og þegar hafi verið hringt í fólk í ráðuneytinu vegna málsins. 

Á fundinum sem var í húsakynnum Distica í Garðabæ vakti það at­hygli ein­hverra að svo virt­ist sem fjöldi viðstaddra væri tölu­vert yfir þeim fjölda­tak­mörk­un­um sem kveðið er á um í sótt­varn­a­reglu­gerð. Sam­kvæmt þáverandi reglu­gerðinni máttu al­mennt aðeins tíu manns koma sam­an í sama rými, þótt und­an­tekn­ing­ar hafi verið fyr­ir skólastarf, versl­an­ir og ýmsa menn­ing­ar­viðburði.

Blaðamaður taldi að minnsta kosti 40 manneskjur á blaðamannafundi þar …
Blaðamaður taldi að minnsta kosti 40 manneskjur á blaðamannafundi þar sem bóluefni var kynnt.

Hús­inu var skipt í tvennt með keðju. Öðrum meg­in voru emb­ætt­is­menn og full­trú­ar Distica, hinum meg­in frétta­menn, ljós­mynd­ar­ar og mynda­töku­menn frá minnst fjór­um fjöl­miðlum auk nokk­urra annarra starfs­manna Distica og vopnuðum sér­sveit­ar­mönn­um.

Taldi blaðamaður minnst fjöru­tíu manns í hús­inu, þar af meiri­hluta þeirra þeim meg­in keðjunn­ar sem emb­ætt­is­menn voru ekki.

Bæði Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra höfðu það á orði að of of margir hafi verið í húsakynnum Distica í Garðabæ. 

mbl.is