Styttist í endurhæfingu hjá Guðmundi

Guðmundur Felix Grétarsson með nýju handleggina.
Guðmundur Felix Grétarsson með nýju handleggina. Ljósmynd/Facebook

Guðmundur Felix Grétarsson hefur birt myndskeið á facebook-síðu sinni þar sem verið er að nudda nýju höndina hans.

Hann nefnir að engin merki sjáist lengur á húðinni um að hann sé að hafna höndunum sem voru græddar á hann í síðasta mánuði.

Á mánudaginn hefst síðan nýr kafli í ferlinu þegar hann flytur sig um set og fer á endurhæfingarmiðstöð.

mbl.is