Óska upplýsinga í tilefni ummæla

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn þess efnis að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar, sem fyrirhugað er að útvista til Danmerkur.

Þessi frétt hefur verið leiðrétt þar sem rangt var farið með við hvern var átt og hvaða ummæli í fréttinni. Hið rétta er að ráðuneytið vísar í viðtal RÚV við Jón Gunnlaug Jónasson, yfirlækni meinafræðideildar Landspítalans. Ekki viðtal við Karl G. Kristinsson, yfirlækni sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í Læknablaðinu.

Óskað er eftir því að spítalinn geri grein fyrir því til hvaða aðgerða hann þyrfti að grípa til að annast umrædda starfsemi þannig að hún uppfylli viðmið um gæði, öryggi og skilvirkni,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Ráðuneytið bendir á að Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hafi rætt við Landspítalann síðasta sumar um að spítalinn tækist verkefnið á hendur en að þá hafi talsmenn hans ekki talið ástæðu til að óska eftir því að sinna þessari rannsóknarstarfsemi. Því leitaði heilsugæslan annarra lausna, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins.

mbl.is