Óróapúls merki um eldgos í vændum

Óróapúlsinn er staðsettur suður af Keili við Litla Hrút.
Óróapúlsinn er staðsettur suður af Keili við Litla Hrút. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óróapúls hófst kl. 14:20 og mælist á flestum jarðskjálftamælum og er staðsettur suður af Keili við Litla-Hrút. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir enn fremur að von sé á frekari uppýsingum á næstu mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert