Til taks ef ósk berst frá Almannavörnum

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRO flaug með vísindamenn yfir Reykjanes í dag. …
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRO flaug með vísindamenn yfir Reykjanes í dag. Ekki eru gerð sérstakar ráðstafanir vegna mögulegs eldgoss. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Engar sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar vegna væntanlegs eldgoss hjá Landhelgisgæslunni, en stofnunin mun vera til taks ef Almannavarnir óska eftir aðstoð hennar. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Fyrr í dag var óskað eftir því að þyrla Gæslunnar færi í flug með vísindamenn yfir væntanlegri eldstöð, að sögn Ásgeirs sem segir ekki ólíklegt að beðið verði um flug af þessum toga aftur.

Glöggir veg- og sjófarendur hafa tekið eftir því að varðskipið Þór hefur verið út af Reykjanesskaga undanfarið og er nú í höfn í Helguvík. Spurður hvort vera Þórs á svæðinu tengist jarðskjálftavirkni eða mögulegu eldgosi, svarar Ásgeir því neitandi. Hann segir Þór hafa verið í hefðbundnu eftirliti á Íslandsmiðum.

Myndin er tekin í könnunarflugi í dag yfir hugsanlegri eldstöð.
Myndin er tekin í könnunarflugi í dag yfir hugsanlegri eldstöð. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is