Skjálfti 4,1 að stærð

Skjálftinn er sá stærsti frá því óróapúls tók að mælast …
Skjálftinn er sá stærsti frá því óróapúls tók að mælast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skjálfti 4,1 að stærð reið yfir um klukkan 1 í nótt. Upptök hans voru 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli. Er skjálftinn sá stærsti síðastliðinn sólarhring, eða frá því klukkan 02:12 aðfaranótt miðvikudags.

Í samtali við mbl.is segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, að staðan sé þó óbreytt. Enn mælist óróapúls á Reykjanesi, en 215 skjálftar höfðu mælst á svæðinu frá miðnætti þegar blaðamaður náði tali af honum skömmu fyrir klukkan tvö. Þá mældust um 2.500 skjálftar á miðvikudag.

mbl.is