Andlát: Ástbjörg S. Gunnarsdóttir

Ástbjörg S. Gunn­ars­dótt­ir íþrótta­kenn­ari lést á Víf­ils­stöðum 3. mars síðastliðinn, á 92. ald­ursári.

Ástbjörg fædd­ist í Reykja­vík 22. júní 1929, dótt­ir Mar­grét­ar Ket­ils­dótt­ur hús­freyju og Gunn­ars Sig­urðsson­ar múr­ara. Bróðir henn­ar var Sig­urður K. Gunn­ars­son for­stjóri, f. 1931, d. 2016.

Ástbjörg gekk í Kvenna­skól­ann í Reykja­vík og lauk þaðan prófi árið 1946. Hún starfaði um hríð hjá Joh­an Rönn­ing, en fór svo í Íþrótta­kenn­ara­skóla Íslands á Laug­ar­vatni og út­skrifaðist þaðan sem íþrótta­kenn­ari vorið 1949.

Hún hóf störf við Íþrótta­skóla Jóns Þor­steins­son­ar á Lind­ar­götu 7 í Reykja­vík haustið 1949 og kenndi þar sjúkra­leik­fimi til árs­ins 1957.

Ástbjörg var frum­kvöðull á sviði kvenna­leik­fimi á Íslandi og stofnaði „Hress­ing­ar­leik­fimi Ástbjarg­ar“ árið 1959. Þar kenndi hún full­orðnum kon­um í alls 56 ár, einnig karla­flokk­um í 16 ár. Hún hætti kennslu vorið 2015 er hún var orðin tæp­lega 86 ára.

Ástbjörg var í stjórn Fim­leika­sam­bands Íslands 1970-1981, þar af formaður síðustu fjög­ur árin 1977-1981. Hún var fyrsta kon­an sem varð formaður sér­sam­bands inn­an ÍSÍ.

Ástbjörg sat í fjöl­mörg­um nefnd­um og var próf­dóm­ari allra skóla í Reykja­vík, Kópa­vogi og Hafnar­f­irði í 20 ár. Auk þess var hún próf­dóm­ari Íþrótta­kenn­ara­skól­ans á Laug­ar­vatni í 32 ár.

Ástbjörg var sæmd heiðurs­merki Nor­ræna fim­leika­sam­bands­ins 1973, gull­merki ÍSÍ 1979 og var kos­in heiðurs­fé­lagi ÍSÍ og Ólymp­íu­sam­bands­ins árið 2002. Jafn­framt var hún sæmd ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 2009, og var gerð að heiðurs­fé­laga Fim­leika­sam­bands Íslands árið 2014.

Árið 1954 gift­ist Ástbjörg eig­in­manni sín­um til 59 ára, Jó­hanni T. Ingj­alds­syni, aðal­bók­ara Seðlabanka Íslands. Hann lést árið 2013. Börn þeirra eru Mar­grét (f. 1954), gift Hálf­dáni Helga­syni, og Ingi Gunn­ar (f. 1958), maki Krist­ín Há­kon­ar­dótt­ir. Barna­börn­in eru átta og barna­barna­börn­in eru sex. Útför Ástbjarg­ar verður aug­lýst síðar.

mbl.is