Rólegur kafli síðasta sólarhringinn

Kristín Jónsdóttir fagstjóri á sviði náttúruváar hjá Veðurstofunni.
Kristín Jónsdóttir fagstjóri á sviði náttúruváar hjá Veðurstofunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vísindaráð almannavarna fundar í dag klukkan 13:00 og mun þar fara yfir þróun mála vegna jarðskjálfta og kvikugangs á Reykjanesskaga.

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri á sviði náttúruváar hjá Veðurstofunni, segir í samtali við mbl.is að akkúrat núna sé nokkuð rólegur kafli í gangi og hafi verið síðasta sólarhringinn, fyrir utan einn skjálfta yfir 4 stigum seinnipartinn í gær. Hún segir þó að líklegast muni skjálftavirknin halda áfram og rétt sé að búa sig undir það.

Frá hádegi í gær hafa samtals 952 skjálftar mælst á Reykjanesskaga. Þar af hafa níu skjálftar mælst 3 eða stærri.

Í morgun birti eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands færslu á facebooksíðu sinni þar sem kom fram að nú væri horft til fjögurra meginsvæða um mögulega eldsuppkomu eftir þróun jarðskjálfta á skaganum. Það eru Eld­vörp, Sýl­inga­fell, Fagra­dals­fjalls­svæðið og Mó­hálsa­dal­ur (milli Djúpa­vatns og Trölla­dyngju).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert