Eldgos í Fagradalsfjalli

Eldgos hófst í Geldingardal í Fagradalsfjalli á níunda tímanum að kvöldi föstudags.

Hér verður fylgst með þróun mála eftir því sem atburðarásinni vindur fram.

Myndir af gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall sem voru teknar …
Myndir af gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall sem voru teknar í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á netfrett@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Nokkuð um vanbúið fólk sem ætlar að gang að gossvæðinu

Talsvert hefur verið um að fólk hafi gert sér ferð og farið fótgangandi frá lokunarpóstum til að skoða eldgosið. Víðir Reynisson hefur talað um að ferðin geti verið 6-8 klst í göngu. Bent er á að hætta sé af gasmengun á svæðinu. Svæðið er opið þrátt fyrir lokanir á vegum.

Samkvæmt því sem mbl.is hefur heyrt frá fólki á svæðinu virðist nokkuð um að vanbúið fólk ætli sér að ganga að gossvæðinu. Vert er að hafa í huga að fyrir skömmu viltust starfsmenn Veðurstofunnar á svæðinu, sem er talsvert torfæra en margir gera sér grein fyrir.

Hraunrennslið 10 rúmmetrar á sekúndu

Ljóst er að sprunga gossins í Geldingadal er nú 180 metra löng, en Veðurstofa Íslands hafði áður gefið út að hún væri 200 metrar að lengd. Þá er hraunrennslið 10 rúmmetrar á sekúndu.
Meira »

Öll myndskeiðin af eldsumbrotunum

Fátt vekur áhuga ljósmyndara og kvikmyndatökumanna jafn rækilega og eldgos. Myndefni af gosinu í Geldingadal hefur verið streymt í skjái landsmanna sem aldrei fyrr og hér er samantekt á myndskeiðunum sem hafa birst á mbl.is frá því að gosið hófst.
Meira »

Gas á leiðinni en óljóst hve mikið

Kristín Jónsdóttir segir að gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal í Fagradalsfjalli fari að berast í átt að höfuðborgarsvæðinu með deginum. Óljóst er hve gasið er mikið en ólíklegt að það sé áhyggjuefni.
Meira »

„Svæðið er ekki lokað, en það er hættulegt og varasamt“

Svæðið í kringum gosstöðvarnar í Geldingadal við Fagradalsfjall er ekki lokað, en það getur hins vegar verið hættulegt. Þetta segir Víðir Reynisson hjá Almannavörnum, en hann setur fram nokkrar ráðleggingar og varúðarorð til þeirra sem hyggjast halda á svæðið í dag.
Meira »

Gæslan á svæðinu fyrr í dag

Í mesta lagi 100 metra breitt

Umfang gossins í Geldingadal við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga er lítið og hefur virkni þess minnkað heldur frá því í gærkvöldi. Lítið er um kvikustróka upp úr sprungunni og þekur hraunflæðið svæði sem er í mesta lagi um 100 metra breitt. Unnið er að kortlagningu svæðisins.
Meira »

Flaug um og mældi gasmengun

Vísindamennirnir Melissa Anne Pfeffer hjá Veðurstofunni og Jamie Valleau McQuilkin hjá Resource voru að undirbúa mæla sína fyrir gasmælingar þegar blaðamaður mbl.is hitti á þau í morgun í björgunarmiðstöðinni í Grindavík.
Meira »

Eldar, fólk og þyrla

Stóðu frammi fyrir ógnarkröfum

„Sýn­in er stór­kost­leg. Svip­ar vissu­lega til upp­taka af fyrri eld­gos­um en þær stand­ast þó eng­an sam­an­b­urð þegar maður stend­ur frammi fyr­ir þess­um ógn­ar­kröft­um. “ Svona lýsir Skúli Halldórsson, blaðamaður á mbl.is upplifuninni af því að lenda við gosið nú í morgun. Hann fór þar ásamt ljósmyndara. Hægt er að lesa ferðasöguna hér og sjá stórbrotnar ljósmyndir sem Kristinn Magnússon tók.

Eldtungur leika um Geldingadal

Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is flugu í morgun að gosinu sem upp er komið í Fagradalsfjalli. Tekið var á loft frá Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan níu og stefnan tekin beint í vestsuðvestur, yfir Skerjafjörðinn, Álftanes og Hafnarfjörð.
Meira »

Úr neyðarstigi í hættustig

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lækka almannavarnastig úr neyðarstigi niður í hættustig. Þetta var ákveðið eftir stöðufund í morgun þar sem farið var yfir gögn vísindamanna.
Meira »

Lækka úr neyðarstigi í hættustig

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lækka almannavarnastig úr neyðarstigi niður í hættustig. Þetta var ákveðið eftir stöðufund í morgun þar sem farið var yfir gögn vísindamanna.

Fyrr í morgun höfðu vísindamenn farið í könnunarflug yfir gosstöðvarnar til að meta umfang eldgossins enn frekar. Þ að er mat vísindamanna að gosstöðvarnar séu litlar og lítil framrás hefur verið frá því í gær, talið er að gosið ógni ekki mannvirkjum eða byggð.

Fólk fann fyrir sviða í augum og óþægindum

Otti Rafn Sigmarsson í björgunarsveitinni í Grindavík segir að mjög hættulegt sé að vera í kringum gosstöðvarnar og að í nótt hafi fólk sem var þar fundið fyrir sviða í augum og öðrum óþægindum vegna gasmengunar.
Meira »

Dalurinn lokar hraunið af að miklu leyti

Landhelgisgæslan birti fyrir skemmstu myndir sem teknar voru í flugi með vísindamönnum yfir gossvæðið í morgun. Á nokkrum myndum má sjá vel hvernig hraunið er lokað af inni í Geldingadal.
Meira »