Eldgos hófst í Geldingardal í Fagradalsfjalli á níunda tímanum að kvöldi föstudags.
Hér verður fylgst með þróun mála eftir því sem atburðarásinni vindur fram.
20.3.2021
Talsvert hefur verið um að fólk hafi gert sér ferð og farið fótgangandi frá lokunarpóstum til að skoða eldgosið. Víðir Reynisson hefur talað um að ferðin geti verið 6-8 klst í göngu. Bent er á að hætta sé af gasmengun á svæðinu. Svæðið er opið þrátt fyrir lokanir á vegum.
Samkvæmt því sem mbl.is hefur heyrt frá fólki á svæðinu virðist nokkuð um að vanbúið fólk ætli sér að ganga að gossvæðinu. Vert er að hafa í huga að fyrir skömmu viltust starfsmenn Veðurstofunnar á svæðinu, sem er talsvert torfæra en margir gera sér grein fyrir.
20.3.2021
20.3.2021
20.3.2021
„Sýnin er stórkostleg. Svipar vissulega til upptaka af fyrri eldgosum en þær standast þó engan samanburð þegar maður stendur frammi fyrir þessum ógnarkröftum. “ Svona lýsir Skúli Halldórsson, blaðamaður á mbl.is upplifuninni af því að lenda við gosið nú í morgun. Hann fór þar ásamt ljósmyndara. Hægt er að lesa ferðasöguna hér og sjá stórbrotnar ljósmyndir sem Kristinn Magnússon tók.
20.3.2021
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lækka almannavarnastig úr neyðarstigi niður í hættustig. Þetta var ákveðið eftir stöðufund í morgun þar sem farið var yfir gögn vísindamanna.
Fyrr í morgun höfðu vísindamenn farið í könnunarflug yfir gosstöðvarnar til að meta umfang eldgossins enn frekar. Þ að er mat vísindamanna að gosstöðvarnar séu litlar og lítil framrás hefur verið frá því í gær, talið er að gosið ógni ekki mannvirkjum eða byggð.
20.3.2021
Almannavarnir hafa frestað fundi sínum sem upphaflega átti að vera klukkan 11. Verður fundurinn klukkan 14 í staðinn, en nýta á veðurglugga til að kanna gosið frekar.
20.3.2021
Myndir úr flugi vísindamanna Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar í morgun. Fyrstu myndir í björtu.
20.3.2021
20.3.2021
20.3.2021
20.3.2021
20.3.2021
20.3.2021
20.3.2021