Hraunrennslið 10 rúmmetrar á sekúndu

Sprunga gossins í Geldingadal hefur minnkað.
Sprunga gossins í Geldingadal hefur minnkað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljóst er að sprunga gossins í Geldingadal er nú 180 metra löng, en Veðurstofa Íslands hafði áður gefið út að hún væri 200 metrar að lengd. Þá er hraunrennslið 10 rúmmetrar á sekúndu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Þar segir að vísindamenn hafi flogið yfir gosstöðvarnar ítrekað frá því að eldur varð uppi, en meðal þeirra eru Freysteinn Sigmundsson, forseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands, Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, og Ásta Rut Hjartardóttir, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans.

Þau hafi tekið myndir yfir gosstöðvunum sem notaðar eru til greiningar á eðli gossins.

mbl.is