„Tölurnar ekki eins og við viljum hafa þær“

Starfsfólk Landspítala í hlífðarklæðnaði vegna Covid-19.
Starfsfólk Landspítala í hlífðarklæðnaði vegna Covid-19. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Stíf fundahöld fara fram hjá teymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis í dag vegna stöðunnar á kórónuveirufaraldrinum, að sögn upplýsingafulltrúa Almannavarna. Upplýsingafundur vegna faraldursins sem hafði verið boðaður fyrr í dag var sleginn af um klukkan tíu.

17 smit greindust innanlands í gær. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir að staðan sé ekki góð. 

„Auðvitað eru tölurnar ekki eins og við viljum hafa þær. Við erum ekkert á frábærum stað. Þess vegna eru fundahöld stíf,“ segir Hjördís.

Mögulega verða aðgerðir hertar

Nokk­ur inn­an­lands­smit greind­ust utan sótt­kví­ar á föstu­dag og um helg­ina. Þá greind­ist eitt smit á mánu­dag inn­an sótt­kví­ar. Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur sagt að um sam­fé­lags­legt smit sé að ræða. Þá er út­lit fyr­ir að rót smit­anna sé enn óþekkt í ein­hverj­um til­vik­um. 

Nú­ver­andi tak­mörk­un á sam­kom­um vegna far­sótt­ar gild­ir til og með 9. apríl. Þórólf­ur hef­ur þó sagt að mögu­lega verði aðgerðir hertar ef þróun faraldursins er slæm. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur kallað eftir því að í ljósi stöðunnar verði „öllu“ lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert