Will Smith deildi gosinu: „Þessi skot eru klikkuð“

Will Smith.
Will Smith. mbl.is/etonline.com

Bandaríski leikarinn Will Smith deildi myndbandi Björns Steinbekk af eldgosinu í Geldingadölum á instagramsíðu sinni í dag. Hann ávarpar Björn og segir að myndir hans af gosinu séu klikkaðar.

Björn Steinbekk birti fyrir stuttu myndband sitt sem hann tók úr dróna. Í myndbandinu má sjá drónann fljúga rétt yfir gosstrókinn sjálfan og nánast í gegnum brennheitt hraunið sem þaðan spýtist. 

View this post on Instagram

A post shared by Will Smith (@willsmith)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert