Veruleg breyting á gígunum

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rétt fyrir hádegi varð veruleg breyting á gígunum í Geldingadölum sem gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna tveggja í eina heild.

Þetta kemur fram á facebook-síðu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

„Flæði út úr Norðra um skarð sem snýr gegn suðvestri (eða þar um bil) og sameinast rennslinu sem er í rennunni frá Suðra og út í meginhraunána,“ segir á síðunni.

mbl.is