Líkfundur við Vopnafjörð

Mannabein fundust í fjöru við Vopnafjörð.
Mannabein fundust í fjöru við Vopnafjörð. mbl.is/Golli

Mannabein fundust í fjöru í Vopnafirði í dag. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, staðfesti fundinn við mbl.is. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglunni á Austurlandi hafi borist tilkynning um bein í fjöru við Vopnafjörð. Talið var að um mannabein væri að ræða. Lögregla hefur síðan verið að störfum á vettvangi við vettvangsrannsókn. 

Staðfest hefur verið að um líkamsleifar er að ræða og talið að þær hafi legið í sjó í nokkurn tíma. Þær verða nú sendar til frekari rannsóknar þar sem kennslanefnd Ríkislögreglustjóra freistar þess að staðfesta kennsl þeirra. 

Ekki leikur grunur á að líkfundur þessi tengist saknæmu atviki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert