Ný sprunga við gosstöðvarnar – svæðið rýmt

Sprungan nýja.
Sprungan nýja. Ljósmynd/Gísli Matthías Gíslason

Ný sprunga hefur komið upp um 500 metra norðaustan við fyrri gossprungur í Geldingadal. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Það voru flugmenn á leið yfir gossvæðið sem fyrstir tóku eftir sprungunni.

Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, segir að búið sé að loka aðgangi að fjallinu í varúðarskyni og verið sé að rýma svæðið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út til að aðstoða við rýmingu.

Hann segir erfitt að átta sig á stærð sprungunnar en giskar á að hún geti verið 100-300 metra löng þótt hún sé ekki afkastamikil í augnablikinu.

Sigurður segir að um varúðarráðstöfun sé að ræða að loka svæðinu. „Það var fólk á göngu ekki langt frá sprungunni. Við sáum það á vefmyndavélinni,“ segir hann. Þá sé erfitt að segja til um hvað muni gerast næst.

Hann segir erfitt að átta sig á stærð sprungunnar en giskar á að hún geti verið 100-300 metra löng þótt hún sé ekki afkastamikil í augnablikinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Við hina nýju sprungu.
Við hina nýju sprungu. Ljósmynd/Gísli Matthías Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert