Eitt mesta krapaflóð í Laxá í 40 ár

Laxá hefur farið yfir bakka sína og krapaflóðið liðast meðfram …
Laxá hefur farið yfir bakka sína og krapaflóðið liðast meðfram húsunum á Hólmavaði. mbl.is/Atli Vigfússon

Mikil krapastífla hefur myndast í Laxá í Aðaldal við bæinn Hólmavað. Þeir sem þekkja til segja að þetta sé mesta flóð sem menn muna við bæjarhúsin ef frá eru talin flóðin á vordögum árið 1979.

Um tíma var óttast um byggingar og að heyrúllur færu á flot en sem betur fer fór það ekki svo. Hefði krapaflóðið verið hærra er ljóst að illa hefði getað farið.

Ljóst er þó að girðingar og tún hafa orðið fyrir miklu tjóni en krapaelgurinn hlífir engu þegar hann er kominn á skrið. Ekki verður hægt að meta tjónið fyrr en elgurinn er genginn yfir og hægt að meta ástand girðinga og túna.

mbl.is