Fjögur smit og allir í sóttkví

Búið er að bólusetja nánast alla sem eru komnir yfir …
Búið er að bólusetja nánast alla sem eru komnir yfir áttrætt og eins hafa mjög margir sem eru 70-79 ára fengið fyrri bólusetningu (rúm 47%) og tæp 28% hafa fengið báðar bólusetningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust fjórir með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Daginn áður voru smitin 11 talsins og af þeim voru sex utan sóttkvíar. 110 eru í einangrun samanborið við 132 í gær en þar munar mest um skipverjana á súrálsskipinu á Austurlandi en þar eru nú þrír í einangrun samanborið við 11 í gær.

101 er í sóttkví og 1.125 eru í skimunarsóttkví. Tvö smit greindust við fyrri skimun á landamærunum og einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar. Daginn áður greindist enginn með Covid-19 á landamærunum, það er tveir voru með mótefni við komuna til landsins. 

Alls voru 1.283 skimaðir inn­an­lands í gær. Á landa­mær­un­um voru 609 ein­stak­ling­ar skimaðir.

Núna eru 89 í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu en í gær voru þeir 101. Þrír eru í ein­angr­un á Suður­nesj­um og tólf Suður­landi. Tvö smit eru á Norðurlandi eystra og eitt á Vesturlandi.

79 eru í sótt­kví á höfuðborg­ar­svæðinu, fimm á Suður­nesj­um, fimm á Suður­landi og tveir á Aust­ur­landi. Tíu eru óstaðsettir í hús. 

Ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 21,5 síðustu tvær vik­ur og 5,7 á landa­mær­un­um. 

Mjög vel hefur gengið með að bólusetja elstu aldurshópana að undanförnu og sést það í smittölunum þar sem sárafáir hafa smitast af Covid-19 í elstu aldurshópunum undanfarnar vikur. Af þeim sem eru 90 ára og eldri er búið að fullbólusetja 97%. Í aldurshópnum 80-89 ára eru 95% fullbólusett og tæp 2% hafa fengið fyrri bólusetningu. Í aldurshópnum 70-79 ára er búið að fullbólusetja tæp 28% og rúm 47% hafa fengið fyrri bólusetningu.

Fjög­ur smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 20 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og sjö í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. Mjög hefur fækkað í aldurshópnum 6-12 ára en þeir voru 29 í gær.

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 19 smit. 31 smit er í aldurshópnum 30-39 ára. 22 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára. Fjögur smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, eitt meðal fólks á sjö­tugs­aldri og tveir á átt­ræðis­aldri eru með Covid-19. mbl.is