Hefur þurft að bjóða barni að gista í fangaklefa

Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er betur þekktur sem lögreglumaðurinn sem leitar að týndum börnum. Hann segir þau úrræði sem í boði eru fyrir börn sem hann þjónustar vera misjöfn eftir sveitarfélögum. Hann hefur lent í því að hafa þurft að vista barn í fangaklefa.

„Ég hef lent í því að þurfa að vista barn í fangaklefa. Það er að segja að bjóða því að gista í fangaklefa því að barnaverndaryfirvöld hafa ekki gefið færi á annarri lausn og barnið vill ekki fara heim,“ segir Guðmundur.

Guðmund­ur Fylk­is­son er gest­ur Karítas­ar Rík­h­arðsdótt­ur í Dag­málaþætti dags­ins. Hægt er að horfa á Dag­mál Morg­un­blaðsins hér.

mbl.is