Tveir hætt komnir vegna súrefnisskorts

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Tveir menn liðu út af vegna súrefnisskorts meðan þeir voru við vinnu í skólpdælistöð í Vestmannaeyjum síðdegis í gær.

Að sögn Tryggva Ólafssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, rönkuðu mennirnir við sér skömmu síðar og eru nú búnir að ná sér. Annar þeirra var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær og hinn í morgun.

Mennir höfðu sett dælu í gang og virðist koltvísýringur hafa komið úr dælunni sem olli súrefnisskortinum.

Koltvísýringurinn hafði þá safnast saman í dælunni en ekki hafði verið kveikt á henni lengi að sögn Tryggva.

mbl.is