Hraun rennur nálægt gönguleið A

Fólk er hvatt til að fara varlega.
Fólk er hvatt til að fara varlega. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga rennur nálægt gönguleið A. Þetta kemur fram á vef Safetravel, þar sem fólk er hvatt til að sýna mikla aðgát á svæðinu.

Vindstyrkur er um 12 m/sek. og 5 stiga hiti er á gossvæðinu. Rigning er af og til og lágskýjað og aðstæðurnar því ekkert sérlega góðar til að skoða gosið.

Kort/Safe Travel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert