Öxarárfoss breikkar og Sogið stórfljót

Öxarárfoss í kvöld, vatnsmikill og mórauður af leysingavatni.
Öxarárfoss í kvöld, vatnsmikill og mórauður af leysingavatni. mbl.is/Sigurður Bogi

Þingvellir höfðu nú undir kvöldið öðlast breyttan svip frá hinum hefðbunda, eftir mikla úrkomu sem verið hefur þar og á nærliggjandi svæðum í dag. Öxarárfoss er nú vatnsmikill og breiður – og neðan hans flæðir vatn yfir láglendi.

„Vatnsmagnið í Öxará þessa stundina er margfalt það sem er að jafnaði. Áætla má að úrkoman á vatnasviði Þingvalla hafi verið 100 millimetrar yfir daginn og leysingavatn í verulegum mæli þar til viðbótar,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við mbl.is.

Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður mbl.is á Þingvöllum á áttunda tímanum í kvöld.

Steingrímsstöð, sem vatni úr Þingvallavatni er veitt í, er þessa dagana stopp vegna viðhalds og viðgerða. Vatni er því þessa dagana veitt um hinn gamla farveg Sogsins í Efra-Falli. Venjulega vætlar þar fram umframvatn sem fer fram hjá stíflunni í Dráttarhlíð, um fjórir rúmmetrar á sekúndu. Meðalrennsli Sogsins er 110 rúmmetrar á sekúndu – og nú í vatnavöxtunum verulega meira, svo minnir helst á stórfljót.

Vatnsborð Öxarár nær nú orðið að göngustígnum framan við Þingvallabæ- …
Vatnsborð Öxarár nær nú orðið að göngustígnum framan við Þingvallabæ- og kirkju. mbl.is/Sigurður Bogi
Vatni er nú streymt fram um hinn gamla farveg Sogsins …
Vatni er nú streymt fram um hinn gamla farveg Sogsins í Efra falli. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert