Hjól Lífar komið í leitirnar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi fer glöð inn í helgina. Hjól hennar, sem tekið var ófrjálsri hendi fyrir mánuði er komið í leitirnar.

Hjól Lífar fannst við Arnarhól.
Hjól Lífar fannst við Arnarhól.

„Þessi dagur byrjaði heldur betur vel. Hjólahvíslarinn Bjartmar fann hjólið mitt í hjólagrind við Arnarhól. Það hefur augljóslega verið notað í einhvers konar atvinnuskyni sbr. snærið sem hefur verið bundið við það (eigandi snærisins getur vitjað þess hjá mér) en viðkomandi hefur líklega gefist upp á hjólinu mínu þegar keðjan datt af. Sem betur fer því hjólið rataði þá aftur til mín, þökk sé Bjartmari,“ segir Líf á Facebook-síðu sinni.

„Og mikið er ég glöð! Ég hef leitað að því út um allan bæ í næstum mánuð og saknað þess ógurlega enda er þetta minn helsti og uppáhaldsferðamáti. Það urðu því miklir fagnaðarfundir í dag. Næst á dagskrá er að lappa upp á gripinn enda er hann smá lemstraður eftir vinnutörnina. Helgin fer vel af stað hjá okkur. Góða helgi til ykkar,“ skrifar Líf enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert