„Hvað höfum við lært um Covid-19?“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Varið land – hvað höfum við lært um Covid-19?“ er yfirskrift fræðslufundar Íslenskrar erfðagreiningar um nýjustu rannsóknir fyrirtækisins á Covid-19. Fundurinn hefst klukkan 14 og má sjá streymi neðst í fréttinni.

Von­ast er til þess að niður­stöðurn­ar varpi betra ljósi á sjúk­dóm­inn, eftir­köst hans og hvernig megi verj­ast hon­um.

Á fund­in­um munu Hilma Hólm hjarta­lækn­ir og Erna Ívars­dótt­ir töl­fræðing­ur kynna helstu niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar sinn­ar á lang­tíma­áhrif­um SARS-CoV-2-sýk­ing­ar, en svo munu þau Daní­el Fann­ar Guðbjarts­son stærðfræðing­ur og Þór­unn Á. Ólafs­dótt­ir ónæm­is­fræðing­ur kynna rann­sókn sína á því hvernig lík­am­inn los­ar sig við veiruna og verst end­ur­tekn­um sýk­ing­um.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér að neðan:

mbl.is