Blaðamannafundur um ráðstafanir á landamærum

Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag, þriðjudaginn 20. apríl, kl. 16.00.

Fundurinn verður í Hörpuhorni, framan við Eldborg á 2. hæð, og er 20 manna hámark, að því er fram kemur í tilkynningu.

Boðið verður upp á spurningar úr sal og viðtöl að loknum fundi en fjölmiðlar eru beðnir að hafa eins fáa á staðnum og mögulegt er.

Minnt er á sóttvarnaráðstafanir og fjarlægðarmörk og eru gestir vinsamlegast beðnir að bera andlitsgrímu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert