Ætla að gefa fimm þúsund barnabækur

Kristín Jóna Þorsteinsdóttir markaðsstjóri og Konráð Ingi Jónsson, eigandi Litrófs, …
Kristín Jóna Þorsteinsdóttir markaðsstjóri og Konráð Ingi Jónsson, eigandi Litrófs, með nokkur sýnishorn af bókunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessar bækur hafa verið lengi á lager hjá okkur og það er gaman að þær geti nýst. Viðtakendurnir voru afskaplega hamingjusamir þegar við höfðum samband við þá,“ segir Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litrófs.

Í vikunni mun Litróf gefa fjögur bretti af sígildum barnabókum til Barnaspítala Hringsins, Krafts, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, Ljóssins, Fjölskylduhjálpar og ýmissa leikskóla. Þetta eru fjögur sígild ævintýri í þýðingu Auðar Haralds; Tumi þumall, Haninn, músin og litla rauða hænan, Stígvélaði kötturinn og Hans og Gréta. Alls er um tæpar fimm þúsund bækur að ræða.

Litróf tók við lager bókaútgáfunnar Kjalar sem gaf út umræddar bækur en hætti störfum fyrir nokkrum árum. Á myndinni að ofan eru þau Kristín Jóna Þorsteinsdóttir markaðsstjóri og Konráð Ingi Jónsson, eigandi Litrófs, með nokkur sýnishorn af bókunum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert