Hert á landamærunum á þriðjudag

Hertar sóttvarnaaðgerðir við landamærin taka gildi á þriðjudaginn.
Hertar sóttvarnaaðgerðir við landamærin taka gildi á þriðjudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna Covid-19 tekur gildi þriðjudaginn 27. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Reglugerðin innleiðir skyldu komufarþega frá hááhættusvæðum til Íslands til að dvelja í sóttvarnahúsi. Hááhættusvæðin eru lönd þar sem nýgengi Covid-19-smita er yfir tilteknum mörkum sem skilgreind eru í reglugerðinni. 

Birt verður auglýsing sem útlistar löndin sem um er að ræða en listinn verður endurmetinn eftir þörfum.

Löndin sem nú eru á listanum yfir hááhættusvæði eru:

A) Lönd eða svæði þar sem 14 daga nýgengi er 500–699 á hverja 100.000 íbúa:

  • Argentína
  • Arúba
  • Bosnía og Hersegóvína
  • Búlgaría
  • Chile
  • Eistland
  • Grikkland
  • Ítalía
  • Liechtenstein
  • Norður-Makedónía
  • Rúmenía
  • Serbía
  • Seychelles-eyjar
  • Slóvenía
  • Meginland Spánar
  • Tékkland

B) Lönd eða svæði þar sem 14 daga nýgengi er 700 eða meira á hverja 100.000 íbúa eða full­nægjandi upplýsingar um svæðið eða landið liggja ekki fyrir:

  • Andorra
  • Barein
  • Bermúda
  • Curaçao
  • Frakkland
  • Holland
  • Króatía
  • Kýpur
  • Litháen
  • Pólland
  • Púertó Ríkó
  • San Marínó
  • Svíþjóð
  • Tyrkland
  • Ungverjaland
  • Úrúgvæ
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert