Eldur í þaki N1 í Borgarnesi

Eldur í þaki Hyrnunnar í Borgarnesi.
Eldur í þaki Hyrnunnar í Borgarnesi. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kom upp fyrir skömmu í þaki Hyrnunnar, sem N1 rekur, í Borgarnesi. Allt tiltækt lið slökkviliðs Borgarbyggðar er að störfum þar að sögn varðstjóra í slökkviliði Borgarbyggðar. 

Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að eldurinn hafi kviknað þegar unnið var að viðgerðum á þakinu í morgun. Hann segir að ekki séu miklar upplýsingar fyrirliggjandi á þessari stundu annað en að kviknað hafi í pappa sem notaður var við viðgerðina. 

Húsið var rýmt eftir að eldsins varð vart um 11 í morgun að sögn Magnúsar Fjeldsted, stöðvarstjóra N1 í Borgarnesi. Hann segir að rýming hafi gengið mjög vel enda hafi starfsfólk æft hvernig ætti að bera sig að ef eldur kæmi upp. 

Á milli 15 og 20 manns voru inni í stöðinni þegar eldurinn kom upp í þaki hússins. Magnús segir óvíst hvenær hægt verður að hefja starfsemi að nýju í húsinu þar sem verið sé að rjúfa þakið og reykræsa þurfi húsið. Lítinn reyk leggur frá þakinu nú klukkan 11:40 þegar þetta er ritað. 

Eldur í þaki Hyrnunnar í Borgarnesi.
Eldur í þaki Hyrnunnar í Borgarnesi. Ljósmynd/Aðsend
Eldur í þaki Hyrnunnar í Borgarnesi.
Eldur í þaki Hyrnunnar í Borgarnesi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert