Skemmdarverk á Austurvelli

Lágmyndin var mótuð af Einari á árunum 1902-1911.
Lágmyndin var mótuð af Einari á árunum 1902-1911.

Útlit er fyrir að skemmdarverk hafi verið framið á Brautryðjandanum, verki Einars Jónssonar myndhöggvara, að sögn Ölmu Dísar Kristinsdóttur, safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar.

Lágmyndin sem hefur staðið á Austurvelli síðan 1931 situr á fótstalli styttunnar af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og er nú orðin gulllituð. Líklega er um sprey að ræða en að sögn Ölmu Dísar verður að skoða það betur með aðstoð forvarða.

„Hér er að minnsta kosti ekki um eðlilegt viðhald á listaverki að ræða og hvorki Listasafn Einars Jónssonar né umsjónaraðilar listaverka í borgarlandslagi hafa stofnað til þessarar ásýndar á verkinu en verið er að vinna í að leysa málið.“

Listasafn Einars Jónssonar hefur ekki umsjón með listaverkinu. „Þessi umsjón með útilistaverkum í borginni virðist stundum lenda á milli skips og bryggju hvað ábyrgð varðar,“ sagði Alma í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í  dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »