Taka tveggja daga frí til að fá sprautu

Grímsey. Um fjórðungur íbúa hefur fengið bólusetningu á Akureyri.
Grímsey. Um fjórðungur íbúa hefur fengið bólusetningu á Akureyri. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

„Við þurfum að taka okkur tveggja daga frí til að fara í bólusetningu sem tekur kortér,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey.

Óánægju gætir meðal íbúa í Grímsey með framkvæmd bólusetninga við kórónuveirunni. Þær fara fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þurfa eyjarskeggjar að koma sér þangað sjálfir þegar þeir eru boðaðir, með tilheyrandi kostnaði.

Í umfjöllunum mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Anna María að samgöngur, bæði með ferju og flugi, hittist þannig á að þegar fólk er boðað í bólusetningu þurfi það að fara deginum fyrr til Akureyrar. Það kalli á einn frídag í ferðalag og annan í bólusetningu og ferðalag til baka. Þá er ótalinn kostnaður við ferðalagið sem getur hlaupið á tugum þúsunda auk gistingar og vinnutaps. Anna María segir að um 30-40 íbúar séu nú í Grímsey og áætlar hún að um eða yfir tíu hafi nú verið bólusettir. Hún segir að skynsamlegast væri að læknir eða hjúkrunarfræðingur kæmi til Grímseyjar og bólusetti íbúa þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert