Útkall vegna gruns um vopnaðan mann

Lögreglumenn nutu aðstoðar sérsveitar. Mynd úr safni.
Lögreglumenn nutu aðstoðar sérsveitar. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kallað út af lögreglustöð 4 í dag, sem þjónar Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, að húsi á svæðinu vegna gruns um vopnaðan mann.

Lögreglumenn nutu aðstoðar sérsveitar til að bregðast við útkallinu og þá voru sjúkraflutningamenn sendir á vettvang.

Maðurinn kom á endanum út úr húsinu, óvopnaður, og var færður í fangageymslu. Enginn slasaðist í aðgerðunum, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

mbl.is