Brotist inn í ljósmyndavöruverslun

Tilkynnt var um innbrot í ljósmyndavöruverslun í hverfi 105 í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt. Spennt var upp hurð þar sem farið var inn og stolið verðmætum munum.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur vegna fjársvika. Gestur var búinn að fá afgreiddar veitingar sem hann gat síðan ekki greitt fyrir, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi var tilkynnt um tvo drengi sem voru að kveikja í pappír við Vatnsendablett í Kópavogi. Slökkviliðið fór á vettvang vegna hættu á að eldurinn bærist í gróður.

Bifreið var stöðvuð í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Farþegi er grunaður um vörslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert