Hékk í rúmt korter og sló Íslandsmet

Iðunn bætti gamla metið um heilar tvær mínútur og 22 …
Iðunn bætti gamla metið um heilar tvær mínútur og 22 sekúndur. Skjáskot/RÚV

Iðunn Embla Njálsdóttir setti Íslandsmet í hreystigreip á Skólahreysti í kvöld þegar hún hékk í 15 mínútur og tvær sekúndur. Iðunn keppti fyrir hönd Réttarholtsskóla en fyrra met var einnig sett af nemanda þaðan. 

Katrín Eik Sigurjónsdóttir átti fyrra met og hafði það staðið í heil fimm ár. Það met var 12 mínútur og 40 sekúndur og bætti Iðunn það því um heilar tvær mínútur og 22 sekúndur. 

mbl.is