Hæpið að lúsmý sé komið á kreik

Lúsmý. Hefur síðustu ár hrellt marga og bitið, ekki síst …
Lúsmý. Hefur síðustu ár hrellt marga og bitið, ekki síst í sumarbústöðum. Ljósmynd/Vísindavefur HÍ

Vangaveltur hafa undanfarið verið á facebókarsíðunni Lúsmý á Íslandi um að lúsmý sé farið að láta á sér kræla með tilheyrandi óþægindum fyrir fólk.

Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir ólíklegt að svo sé og skordýrabit á þessum tíma árs séu því af völdum annarra skordýra.

Fyrir viku var m.a. sagt á fyrrnefndri facebókarsíðu að lúsmýið væri mætt í Grímsnesið. Því var hafnað af öðrum sem tók til máls á síðunni og taldi sá að um flóabit væri að ræða. Nokkrar umræður hafa verið um lúsmý á síðunni síðustu vikur og einnig varnir gegn þessum óboðna gesti, sem síðustu ár hefur víða gert vart við sig.

Spurður um lúsmý segir Erling Ólafsson að hann hafi engar forsendur til að breyta skoðunum á flugtíma þess frá júní og fram eftir ágúst. „Auk þess tel ég litlar líkur til þess að það komist á kreik um þessar mundir eins og háttar til á sunnanverðu landinu, allt skrjáfaþurrt og viðvarandi kuldi,“ segir Erling. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »